Litla Hryllingsbúðin frumsýnd í kvöld

Komið er að tímamótum hjá Skagaleikflokknum, því í kvöld verður söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin, eftir þá Howard Ashman og Alan Menken í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar, frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Um fimmtíu manns hafa undanfarnar átta vikur æft og unnið að uppfærslu á sýningunni; leikarar, hljómsveitarfólk, sviðsfólk, búningahönnuðir og allir aðrir. Að sögn Gunnars Sturlu Hervarssonar, formanns stjórnar Skagaleikflokksins gekk generalprufa í gærkvöldi mjög vel og góðar viðtökur gesta sem voru í salnum. „Þetta gekk glimrandi vel hjá okkur og er allt að smella saman, frábær stemning í salnum og mikið hlegið,“ segir Gunnar Sturla í samtali við Skessuhorn.

Uppfærsla á Litlu Hryllingsbúðinni er risavaxið verkefni að mörgu leyti; kómískt verk í bland við hryllinginn. Tónlistin spilar stóran sess í sýningunni en ekki í síður leikmyndin þar sem til dæmis plantan ógúrlega vex og dafnar eftir því sem hún étur fleiri. Uppselt er á frumsýningu og aðra sýningu á sunnudaginn. Lausir miðar eru á þriðju sýningu á þriðjudagskvöld og örfá sæti óselt á fjórðu sýningu á föstudaginn 22. nóvember. Fimmta sýning er fyrirhuguð sunnudaginn 24. nóvember klukkan 18 en allar nánari upplýsingar og sala miða fer fram á midi.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira