Hallbera Fríður Jóhannesdóttir með bækurnar á ensku og íslensku. Ljósm. mm.

Á ferð og flugi með ömmu aftur fáanleg og nú á ensku líka

Í júní kom út í ölítið breyttri útgáfu barnabókin Á ferð og flugi með ömmu eftir Hallberu Fríði Jóhannesdóttur með myndum eftir Bjarna Þór Bjarnason. Bókin kom einnig út á ensku í þýðingu Hrannar Ríkharðsdóttur og ber titilinn Granny and her little one exploring Akranes. Bókin er innbundin og prentuð í Prentmeti, en gefin út af höfundi. „Bókin segir frá ömmu og Frey sem ferðast saman milli fjalls og fjöru á Akranesi. Freyr fær að heyra sögur um skessur, sjóslys, fátækt fólk, Langasandinn, Akrafjallið og Elínarhöfðann. Tilgangurinn með útgáfu bókarinnar er að varðveita gamlar sögur og sagnir af Akranesi, gera þær aðgengilegar fyrir börn og glæða örnefni lífi í máli og myndum. Það er trú mín að mikilvægt sé fyrir alla að þekkja sína heimabyggð, ekki síst börnin. Þau þurfa að fá að kynnast helstu náttúruperlum Akraness og venjast á að njóta þeirra, með eða án fullorðinna,“ segir Hallbera í samtali við Skessuhorn.

Ráðist var í endurútgáfu bókarinnar þar sem hún hefur verið ófáanleg í nokkur ár. „Akranes stækkar ört, börn eldast og önnur fæðast. Efni bókarinnar heldur gildi sínu en örlitlar breytingar hafa verið gerðar á texta hennar. Sementsverksmiðjan er til dæmis horfin og Guðlaug komin á Langasand. Íbúum hefur fjölgað á Akranesi og sama má segja um fjölda ferðamanna sem heimsækja bæinn. Þess vegna var ráðist í það verk að láta þýða bókina yfir á ensku. Með því er verið að gera efnið aðgengilegt fyrir stærri hóp lesenda og vekja athygli á Akranesi út fyrir bæjarmörkin. Og hver kannast ekki við að vanta litla gjöf til að senda vinum erlendis? Þá er falleg bók um Akranes tilvalin gjöf því þó Ferð á flugi með ömmu sé skrifuð með börn í huga þá á efni hennar fullt erindi til allra,“ segir Hallbera.

Hægt er að nálgast bækurnar í bókabúðum Pennans, í Akranesvita og hjá höfundi í síma 865-0530 eða í gegnum netfangið hallberaj@gmail.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira