Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind. Ljósm. arg.

Vörukynning og matarsmakk í Ljómalind á föstudaginn

Í versluninni Ljómalind í Borgarnesi verður opið hús næstkomandi föstudag og verða flestir matvælaframleiðendur í versluninni með kynningu á sínum matvælum milli klukkan 16 og 18. Boðið verður upp á að smakka ýmis fjölbreytt matvæli auk þess sem hægt verður að spjalla við framleiðendurnar og fá frekari upplýsingar um matinn. „Það komast ekki alveg allir framleiðendurnir okkar þennan dag, en það verða flestir. Hægt verður að smakka ærkjöt, súkkulaði og margt fleira, svo kemur nýjasti framleiðandinn okkar sem er að gera sinnep,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir, verslunarstjóri í Ljómalind í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar kynningu á Ljómalind og matarsmakkinu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir