Mæðrastyrksnefnd fékk ágóða af skopmyndasölu

Á opnu húsi hjá Skessuhorni 1. nóvember síðastliðinn voru seldar frummyndir skopmynda Bjarna Þórs, sem birst hafa í blaðinu undanfarin níu ár. Salan gekk prýðilega og rennur ágóðinn, 72.500 krónur, óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Akraness. María Ólafsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar tekur hér við peningnum úr hendi Hrafnhildar Harðardóttur auglýsingasala á Skessuhorni. Athygli er vakin á því að enn er fjöldi skopmynda til og geta áhugasamir nálgast þær og keypt á skrifstofu Skessuhorns. Andvirðið mun áfram renna til sama málefnis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir