Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir og Ingigerður Höskuldsdóttir matráður á Höfða eru hér við kræsingarnar.

Í sviðaveislu á Höfða

Það var létt yfir íbúum og kostgöngurum á Höfða – hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Þá var boðað til árlegrar sviðaveislu í mötuneytinu. Áður en sest var að snæðingi spilaði Gísli S Einarsson á harmonikku og söng með gestum í hátíðarsalnum og boðið var upp á kalt Brennivín fyrir þá sem það vildu. Íbúar snæddu flestir nærri sínum vistarverum en niðri í mötuneyti mætti starfsfólk og dagdvalarfólk fyrst en síðan komu kostgangarar sem nýta sér þjónustu mötuneytisins ýmist daglega eða tilfallandi þegar þeim hentar. Blaðamaður Skessuhorns leit við á Höfða og ræddi stuttlega við starfsfólk og gesti í mat. Létu allir vel af þessum árlega og góða sið og tók fólk hraustlega til matar síns.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir