Gul viðvörun fyrir Breiðafjörð í fyrramálið

Í dag er spáð norðlægri og síðan breytilegri átt um landið vestanvert. Víða verður léttskýjað, en él á norðaustanverðu landinu fram yfir hádegi. Lægir og léttir til norðaustanlands í kvöld, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands. Seint í nótt og í fyrramálið er spáð suðaustan 15-23 m/sek og rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil, en sumsstaðar talsverð úrkoma. Gul viðvörun er vegna hvassviðris við Breiðafjörð í nótt og fram undir hádegi á morgun, föstudag. Snýst svo í suðvestan 8-13 m/sek með stöku éljum seint á morgun, fyrst vestantil, en bætir í vind og úrkomu austanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum, en hlýnar á morgun, hiti 0 til 7 stig síðdegis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir