Sveppaáhugafólk ætlar að koma saman

Áhugahugafólk um sveppi ætlar að hittast í brugghúsi Steðja í Flókadal á sunnudaginn. Þar verður sett upp tímabundið rými til að koma saman og læra, ræða eða einfaldlega prófa nýeldaða sveppi af ýmsum sortum. Bornir verða á borð nýeldaðir sveppir með heimagerðu brauði, súrsaðir ostrusveppir, sveppabaka og mismunandi kæfur svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður heimalagað kvass og reishi te í boði.

Ondrej Vasina mun kynna heimaræktunartækin sín, Kjetil Nybö frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri mun kynna verkefni sitt og áhugaverðar nýjungar í sveppafræðum og Sigrún Thorlacius mun kynna verkefni sitt, Heilun jarðar.

Viðburðurinn er á vegum fyrirtækisins Sveppasmiðju, sem Tina Cotofana starfrækir í Bæjarsveit og hefst hann kl. 13:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir