Gunnlaugur A Júlíusson hefur verið sveitarstjóri í Borgarbyggð frá í mars 2016.

Sveitarstjóra Borgarbyggðar sagt upp

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni sveitarstjóra upp og hefur hann þegar látið af störfum. Í tilkynningu frá sveitarstjórn, sem var að berast fjölmiðlum segir: „Mismunandi sýn á stjórnun sveitarfélagsins gerir það að verkum að sveitarstjórn og Gunnlaugur hafa ákveðið að slíta samstarfi. Gunnlaugur hefur frá því að hann kom til starfa fyrir sveitarfélagið unnið vel að mörgum mikilvægum málum og er honum þakkað fyrir sitt framlag,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjórn. Þá er tekið fram að sveitarstjórn stendur einhuga á bakvið þessa ákvörðun.

Ekki kemur fram í tilkynningu sveitarstjórnar hver taki við starfinu eða hvernig staðið verður að ráðningu nýs sveitarstjóra. Á morgun er sveitarstjórnarfundur á dagskrá og má leiða líkum að það komi í ljós þá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir