Matur er mannsins megin

Með Skessuhorni sem kom út í dag fylgir 24 síðna sérblað um Matarauð Vesturlands. Þar er tekið hús á veitingamönnum og framleiðendum sem eru að vinna með vestlenskt hráefni og auka með því sérstöðu í þjónustu og vöruframboði. Vinnsla blaðsins er í samstarfi Markaðsstofu Vesturlands og Skessuhorns með tilstyrk frá Sóknaráætlun Vesturlands. Auk hefðbundinnar dreifingar Skessuhorns er blaðið væntanlegt inn á öll heimili á Vesturlandi fyrir helgi. Útgefendur þakka þeim sem lögðu til efni og auglýsingar fyrir samstarfið og vona að blaðið varpi ljósi á þá miklu grósku sem er í framleiðslu og vinnslu á mat á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir