Þóra Þórðardóttir og Helgi Helgason í garðinum sínum á Brekkubrautinni. Ljósm. kgk.

Hvetja alla til að rækta ofan í sig – verðlaunahafar sóttir heim

Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar voru veittar nýverið og í flokki fallegra einkalóða var Brekkubraut 25 á Akranesi veitt viðurkenning. Þar búa hjónin Þóra Þórðardóttir og Helgi Helgason og hafa gert undanfarin fjögur ár. „Þegar við fluttum inn var hér gamall og fallegur garður. Hér voru pallar og stétt, greinilega frá sitt hvorum tímanum, gamalt timburgróðurhús, rosalega fallegt en alveg að fúna í sundur,“ segja Þóra og Helgi í samtali við Skessuhorn. „Það var greinilegt að hér hafði verið ræktun og mikill garðaáhugi, því garðurinn var snyrtilegur og fínn. Fólk sem er ekki svona galið eins og við hefði bara haldið honum,“ segir Þóra létt í bragði. „Eftir eitt ár hérna hófumst við handa við að taka garðinn í gegn. Við vorum að endurnýja húsið að innan og vildum drena með húsinu að utan. Til þess þurfti gröfu sem mokaði meðfram öllu húsinu og þá lá beint við að nýta tækifærið, taka pallana og stéttina, skipta um jarðveg og taka bara allt í gegn,“ segir Þóra. Helgi bætir því við að samhliða hafi þau notað tækifærið, lagt lagnir í bílskúrinn, heitan pott og leitt affallið frá húsinu í gróðurhúsið. „En þegar búið var að taka garðinn allan upp var svo mikil rigning, þarsíðasta haust, að það var ekki hægt að halda áfram. Garðurinn var uppvaðinn heilan vetur. En vorið eftir fengum við gröfuna aftur og héldum áfram. Fyrsta verkið var bara að komast upp úr drullunni,“ segir Þóra og brosir.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er í máli og myndum sagt frá þessu verkefni Þóru og Helga, matjurtaræktun og fleiru.

Garðurinn á Brekkubraut 25 í miklum blóma í ágústbyrjun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira