Ný afþreyingar- og þjónustumiðstöð hefur verið tekin í notkun á Húsafelli. Húsið var flutt í heilu lagi frá Hvanneyri fyrir nokkrum vikum síðan. Ljósm. Elmar Snorrason.

Afþreyingar- og þjónustumiðstöð tekin í notkun á Húsafelli

Ný afþreyingar- og þjónustumiðstöð hefur verið tekin í notkun á Húsafelli. Húsið var byggt af PJ byggingum á Hvanneyri og flutt í heilu lagi að Húsafelli í byrjun október. Húsið, sem er staðsett við hliðina á Húsafell Bistró, er að mestu tilbúið en lokið var við frágang utanhúss í gær. Í húsinu verður Into the Glacier og Húsafell Giljaböð með móttöku viðskiptavina og upphafsstað ferða í Giljaböðin og á Langjökul. Þar gefst viðstkiptavinum kostur á að undirbúa sig fyrir ferðirnar og nýta salernisaðstöðu. Einnig verður aðstaða fyrir starfsmenn og leiðsögumenn í húsinu. Loks verður þar afgreiðsla fyrir tjaldstæðið í Húsafelli og ýmsa aðra afþreyingu, eins og ferðir í Viðgelmi og gönguferðir um svæðið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir