Verk frá Maríu Kristínu og Kollu í Leirbakaríinu.

Taka þátt í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu

Í næstu viku mun Handverk og hönnun halda hina árlegu sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin stendur dagana 21. til 25. nóvember. Að sögn sýningarhaldara ræður fjölbreytnin ríkjum á sýningunni enda er gróskan mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði. Frá Akranesi mæta þær stöllur Kolbrún Sigurðardóttir og María Kristín Óskarsdóttir úr Leirbakaríinu og handverksmaðurinn Philippe Ricart. Þau munu kynna verk sín í Ráðhúsinu þessa daga.

Þessi sýning hefur verið vinsæl frá upphafi en hún var fyrst haldin árið 2006 og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og  kynna vörur sínar á sýningunni.

Vefnaður eftir Philippe Ricart sem er meðal sýnenda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira