FFrá undirritun samkomulags vegna náms í jarðvinnu, talið frá vinstri: Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Óskar Sigvaldason formaður Félags vinnuvélaeigenda og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI.

Samið um nýtt nám í jarðvinnu

Samtök iðnaðarins, Félag vinnuvélaeigenda, Tækniskólinn og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa tekið höndum saman um að koma á laggirnar nýju námi í jarðvinnu í fyrsta sinn hér á landi. Samkomulag þess efnis var undirritað í gær. Markmiðið með samkomulaginu er að koma á formlegu jarðvinnunámi á framhaldsskólastigi sem undirbýr nemendur undir margvísleg störf við jarðvinnu og getur jafnframt verið grunnur frekara náms. Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur styrkt verkefnið um fimm milljónir króna.

Jarðvinnuverktakar fá eins og stendur ekki nægilegt hæft fólk til starfa og skortur á nýliðun í faginu er mikið áhyggjuefni. Tilgangur námsins er því að breyta því, stuðla að nýliðun og auka færni og þekkingu þeirra sem vinna eða munu vinna við jarðvinnu, meðal annars með tilliti til öryggis, gæða, skilvirkni og tækninýjunga. Um leið verður faginu gert hærra undir höfði til samræmis við það sem þekkist erlendis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Búist við afgangi frá rekstri

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar var til síðari umræðu í sveitarstjórn á fundi hennar 26. september síðastliðinn. Áætlað er að rekstrarafgangur samstæðu A... Lesa meira

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðvikudag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, jafnan... Lesa meira