Ógætilegur akstur stórhættulegur knöpum og hrossum

Ása Hólmarsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi, hefur sent frá sér vinsamleg tilmæli til ökumanna: „Ekki flauta á hestafólk á útreiðum og ekki aka hratt framhjá þeim.“ Ása segir að komið hafi upp nokkur tilvik að undanförnu þar sem ökumenn á ferð um gamla þjóðveginn inn að hesthúsahverfinu á Æðarodda hafa sýnt fullkomið tillitleysi og greindarskort þegar þeir hafa ekið framhjá hestamönnum og fælt undan þeim hrossin með bílflauti og hraðakstri. „Þetta er ekki bara spurning um að knapar (litlir eða stórir) detti af baki og slasist, heldur geta hrossin líka lent á bílum og slasað ökumenn og farþega þeirra,“ segir Ása. „Það þarf einnig að benda foreldrum sem eru að keyra börn á reiðnámskeið i Hestamiðstöðinni Borgartúni að hámarkshraði í hesthúsahverfinu er 20 km/klst. Því miður er alltof mikið um hraðakstur ókunnugra í hesthúsahverfinu,“ segir Ása.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira