Nýtt smáforrit metur hættuna á sjónskerðingu hjá sykursjúkum

Tæp 70% fólks með sykursýki fær augnbotnabreytingar sem afleiðingu af sjúkdómi sínum. Koma má í veg fyrir sjónskerðingu og blindu í yfir 90% tilvika með tímanlegri greiningu og meðferð. Lions hreyfingin á Íslandi hefur til fjölda ára beitt sér fyrir blóðsykursmælingum þannig að fólk sem komið er í áhættuhóp vegna sykursýki fái snemma greiningu og í framhaldi rétta meðferð við sjúkdómnum. Lions hreyfingin kynnir nú til sögunnar nýtt app sem fyrirtækið Risk ehf. framleiðir, en forritið nefnist RetinaRisk. Um er að ræða smáforritið sem er nú fáanlegt á íslensku bæði fyrir Android og iOS síma og er gjaldfrjálst. Það gerir fólki með sykursýki kleift að meta áhættu sína á að fá sjónskerðandi augnsjúkdóma.

Smáforritið er nú kynnt í tengslum við árlegar blóðsykursmælingar á alþjóðlega sykursýkisdeginum 14. nóvember. Markmið Lions er að ná til fólks sem lifir með sykursýki og útrýma sykursýkistengdri blindu á Íslandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir