Þorsteinn frá Hamri.

Þorsteinsvaka á Sögulofti Landnámssetursins

Á fyrsta degi októbermánaðar var í Iðnó haldinn stofnfundur nýs félags sem ber heitið Arfur Þorsteins frá Hamri. Markmið félagsins er að sýna arfleifð Þorsteins ræktarsemi sem og þeim menningararfi sem hann tók í fang sér. Félagið mun standa fyrir ýmsum viðburðum, einkum á ævislóðum Þorsteins í Borgarfirði, og á höfuðborgarsvæðinu.

Fimmtudaginn 14. nóvember nk. stendur félagið fyrir Þorsteinsvöku á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Er hún jafnframt einskonar framhaldsstofnfundur félagsins. Að þessu ljóða- og sagnakvöldi koma einstaklingar úr Borgarnesi og Reykjavík. Flutt verða stutt ávörp og lesin valin ljóð skáldsins. Til máls taka: Guðrún Nordal, Þórarinn Jónsson, Vigdís Grímsdóttir, Theódór Þórðarson, Ástráður Eysteinsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Valdimar Tómasson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.

Dagskráin hefst kl. 20 og stendur í rúma klukkustund, aðgangur er ókeypis.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira