Hallgrímskirkja í Saurbæ.

Heitir nú Garða- og Saurbæjarprestakall

Á Kirkjuþingi í síðustu viku var ákveðið að nafn á sameinuðu prestakalli sunnan Skarðsheiðar verður Garða- og Saurbæjarprestakall. Að sögn séra Þráins Haraldssonar sóknarprests tekur breytingin gildi strax og auglýsing hefur birst í Lögbirtingablaðinu í þessari viku.

Í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru fjórar kirkjur; Akraneskirkja, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Leirárkirkja og Innra-Hólmskirkja. Í sókninni eru ríflega átta þúsund íbúar, en 78% þeirra eru skráðir í Þjóðkirkjuna sem er töluvert hærra hlutfall en á landinu öllu þar sem um 68% eru nú skráð. Auk séra Þráins hefur Jón Ragnarsson gegnt starfi afleysingaprests síðan í fyrrahaust. Tvær stöður presta við Garða- og Saurbæjarprestakall voru nýverið auglýstar lausar til umsóknar, en frestur til að sækja um rennur út 12. desember næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira