
Tónleikar á vegum Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar
Tónleikar á vegum Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar verða haldnir í Reykholtskirkju föstudaginn 15. nóvember klukkan 20:30. Á dagskánni veður fjölbreytt tónlist frá öflugum listamönnum. Fram koma að þessu sinni Soffía Björg Óðinsdóttir frá Einarsnesi og Guðmundur Ingi Þorvalsson frá Brekkukoti.
Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á og efla ungt tónlistarfólk á Vesturlandi í listsköpun sinni. Haldnir eru tónleikar að minnsta kost árlega til að styrkja sjóðinn og efla þannig stuðning við unga tónlistarmenn í héraði. Listamenn og aðrir sem að tónleikunum standa gefa góðfúslega sitt framlag til tónleikanna.
-fréttatilkynning