Hvessir enn á sunnudag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris um landið allt frá kl. 11:00 á sunnudagsmorgun til 11:00 á mánudag.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að gangi í suðaustan storm, jafnvel rok, 18-28 m/s, fyrst á suðvesturhorni landsins. Einnig má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, frá 30-38 m/s.

Fer að lægja suðvestan til á sunnudagskvöld en fyrir norðaustan á mánudagsmorgun.

Enn fremur er spáð talsverðri rigningu á Suðurlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir