Ljósm. úr safni/ þa.

Hvassviðri eða stormur síðdegis

Búist er við hvassviðri eða stormi á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og í uppsveitum Borgarfjarðar frá kl. 15:00 í dag og þangað til í fyrramálið.

Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Gul viðvörun nær til alls Faxaflóasvæðisins og víðar.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að varasamt geti verið að vera á ferðinni, sér í lagi á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind vegna þess að hálka geti leynst á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum til að forðast tjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mættu ofjörlum sínum

Snæfellskonur mættu ofjörlum sínum þegar þær sóttu Keflavík heim í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Heimakonur náðu undirtökunum... Lesa meira