Ljósm. úr safni/ þa.

Hvassviðri eða stormur síðdegis

Búist er við hvassviðri eða stormi á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og í uppsveitum Borgarfjarðar frá kl. 15:00 í dag og þangað til í fyrramálið.

Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Gul viðvörun nær til alls Faxaflóasvæðisins og víðar.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að varasamt geti verið að vera á ferðinni, sér í lagi á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind vegna þess að hálka geti leynst á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum til að forðast tjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir