Útafakstur við Sanddalsá

Umferðarslys varð við á Vesturlandsvegi við Sanddalsá laust eftir miðnætti í nótt. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti á vegriði. Þaðan kastaðist bíllinn langt út fyrir veginn og er mikið skemmdur.

Að sögn lögreglu er ökumaðurinn ekki talinn alvarlega slasaður, en hlaut þó einhver meiðsli af slysinu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til læknisskoðunar.

Lögregla grunar ökumanninn um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna þegar slysið varð og var hann því handtekinn. Hann er einnig grunaður um að hafa ekið án bílbeltis, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir