Krakkarnir voru að vonum ánægðir með pitsuna. Ljósm. Grunnskólinn í Borgarnesi.

Nýja mötuneytið tekið í notkun

Föstudagurinn 1. nóvember síðastliðinn var stór dagur í lífi starfsfólks og nemenda Grunnskólans í Borgarnesi. Þá var fyrsta máltíðin elduð í nýju eldhúsi skólans og borin á borð í matsalnum. Mikil leynd hvíldi yfir rétti dagsins, en nemendur höfðu fengið tækifæri til að leggja inn beiðni um fyrstu máltíðina. Þegar rétturinn var reiddur fram varð enginn svikinn, því að boðið var upp á pitsu og franskar, en flatbakan var að sjálfsögðu efst á óskalista nemendanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir