Ljósm. Gunnhildur Lind.

Matarblað og Skessuhorn í fjöldreifingu í næstu viku

Miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi fylgir með Skessuhorni sérblað tileinkað Matarauð Vesturlands – vestlenskri matarmenningu. Það er Markaðsstofa Vesturlands sem gefur blaðið út í samráði við Sóknaráætlun Vesturlands og Skessuhorn. Þar verður verkefnið Veisla á Vesturlandi kynnt, matarþema sem stendur yfir allan nóvembermánuð en með sérstaka áherslu á tímabilið 13.-23. nóvember. Þétt dagskrá verður í gangi þar sem fjölbreyttir matartengdir viðburðir verða á dagskrá hjá veitingaaðilum og fleirum víðsvegar um landshlutann; tilboð, veislur og skemmtun þar sem vestlenskur matur verður í öndvegi.

Hápunktur Veislu á Vesturlandi verður svo matarhátíð sem verður á Hvanneyri laugardaginn 23. nóvember kl. 12:00 – 16:00. Þar verður mat og matarhandverki gert hátt undir höfði, m.a. haldinn matarmarkaður og úrslit kynnt í Aski 2019 kynnt (sjá: www.matarhatid.is).

Skessuhorni verður, auk hefðbundinnar dreifingar, dreift inn á öll heimili á Vesturlandi í næstu viku í um sex þúsund eintökum. Þeir sem vilja koma sér á framfæri í gegnum auglýsingar í blaðinu er bent á að hafa samband sem fyrst og panta pláss – í síðasta lagi föstudaginn 8. nóvember nk. með að senda tölvupóst á: auglysingar@skessuhorn.is eða hringja í síma 433-5500.

Líkar þetta

Fleiri fréttir