Vín í hillum Vínbúðarinnar á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk.

Fá jólabjórinn á nýjum stað

Þessa dagana er verið að undirbúa flutninga Vínbúðarinnar á Akranesi, frá Þjóðbraut 13 að Kalmansvöllum 1. Að sögn Sveins Víkings Árnasonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, er stefnt að því að opna á nýjum stað fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi, sama dag og sala jólabjórs hefst í verslunum Vínbúðanna.

Aðspurður segir Sveinn að afgreiðsla muni ekki falla niður neina daga vegna flutninganna. Eftir lokun að kvöldi 13. nóvember verði síðustu handtökin við flutningana unnin og síðan opnað á nýjum stað morguninn eftir, fimmtudaginn 14. nóvember sem fyrr segir.

Með flutningunum meira en tvöfaldast húsnæði Vínbúðarinnar á Akranesi að stærð, fer úr tæpum 200 fermetrum í 440 fermetra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir