Svipmynd úr vöfflukaffi. Ljósm. Gunnhildur Lind.

Árlegur basar í Brákarhlíð á föstudaginn

Árlegur basar og kaffisala var haldin í Brákarhlíð í Borgarnesi síðastliðinn föstudag. Þar voru seldir munir sem heimilisfólk í Brákarhlíð hefur framleitt í félagsstarfinu og iðjunni. Allur ágóði af sölunni verður notaður til efnis- og búnaðarkaupa í vinnustofuna. Margir gerðu sér ferð í Brákarhlíð og heilsuðu upp á heimilisfólk og nældu sér í fallegt handverk, þar á meðal þessi hópur Borgnesinga sem tók spjall yfir kaffibolla og ilmandi vöfflum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir