Á Vökudögum Akraneskaupstaðar hlaut Útvarp Akraness menningarverðlaun Akraneskaupstaðar sem er kærkomin viðurkenning fyrir áratuga starf.

Undirbúningur á fullu fyrir útsendingu Útvarps Akraness

Allt frá árinu 1988 hefur Sundfélag Akraness staðið fyrir útvarpsdagskrá fyrstu helgina í aðventu undir nafninu Útvarp Akranes. Engin undantekning er á slíku í ár en útvarpað verður að þessu sinni dagana 29. nóvember til 1. desember. Í tilkynningu frá útvarpsstjórn segir að venju verði boðið upp á fjölbreytta dagskrá en undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. „Með Útvarpi Akraness hefst undirbúningur jólanna af fullum krafti hjá mörgum Skagamönnum. Ef einhverjir vilja leggja til efni/hafa þátt þátt, hafið þá samband við Sundfélag Akraness á netfangið sundfelag@sundfelag.com 

„Á þeim árum sem Útvarp Akraness hefur verið starfrækt hefur fjöldi Akurnesinga og gesta komið við sögu, ýmist sem þáttagerðarfólk eða viðmælendur. Á síðustu árum hefur 5. bekkur grunnskólanna verið með þátt í útvarpinu og eru sum barnanna nú vaxin úr grasi og komin með sitt hlutverk í samfélaginu. Enginn vafi er á því að stór hluti af því efni sem flutt hefur verið í útvarpinu er merkileg heimild um bæjarlífið á Akranesi auk þess sem þar er að finna margs konar skemmtilegan sögulegan fróðleik, sem mikilvægt er að varðveita,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir