Tilboði í Laugar rift

Kauptilboði í Laugar í Sælingsdal hefur verið rift af bjóðendum þar sem ekki náðist að fjármagna kaupin. Það voru félögin Rent-leigumiðlun og Celtic North ehf. sem áttu tilboðið, en það hljóðaði upp á 320 milljónir króna. RÚV greindi frá. Eignirnar á Laugum eru áfram í sölu, en ef ekki fæst tilboð mun sveitarstjórn endurskoða stöðuna um áramótin. Þá verður ákveðið hvort eignirnar verða auglýstar til leigu eða látnar bíða með tilliti til þess hvernig rekstri í húsnæðinu verður háttað næsta sumar, að því er haft er eftir Kristjáni Sturlusyni sveitarstjóra í frétt RÚV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir