Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar.

Kynna nýjan safndisk með lögum Óðins G Þórarinssonar

Fimmtudagskvöldið 7. nóvember stendur Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar fyrir opnu húsi og útgáfukynningu á diskinum Þá og nú sem er 37 laga tvöfaldur safndiskur með lögum Skagamannsins Óðins G. Þórarinssonar. Óðinn á nokkuð af þekktum lögum og má þar nefna Nú liggur vel á mér, Heillandi vor, Síðasti dansinn og Blíðasti blær. Undanfarið hefur hljómsveitin staðið fyrir söfnun á eldri útgáfum af lögum Óðins auk þess að taka upp fjölda áður óútgefinna laga.

Kynningin fer fram í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll á Akranesi og hefst kl. 20:00. Leikin verða vel valin lög eftir Óðinn og spjallað um útgáfuna. Aðgangur er ókeypis.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir