Þær skemmtu sér vel á tónleikum í Bárunni brugghúsi. Ljósm. arg.

Góð stemning á Heima-Skaga tónlistarhátíðinni

Tónlistarhátíðin Heima-Skagi var haldin á Akranesi síðastliðið föstudagskvöld. Hátíðin var haldin í tengslum við menningarhátíðina Vökudaga sem lauk svo á sunnudaginn. Á Heima-Skaga komu fram sex tónlistarmenn sem voru með tvenna tónleika hver á sex mismunandi stöðum í bænum. Tónleikarnir voru haldnir í heimahúsum, í Bárunni brugghúsi og Akraneskirkju. Tónleikagestir gátu þannig rölt á milli staða og lék veðrið við þá þessa fallegu kvöldstund. Uppselt var á Heima-Skaga hátíðina og var víða fullt út úr dyrum á tónleikastöðunum. Góð stemning var á hátíðinni sem heppnaðist mjög vel.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir