Frumsýningu frestað á Litlu Hryllingsbúðinni

Sýningum á Litlu Hryllingsbúðinni, í uppsetningu Skagaleikflokksins, seinkar um eina viku. Frumsýning verður því föstudaginn 15. nóvember. Áður auglýstar sýningar færast um eina viku. Seldir og pantaðir miðar hafa verið færðir til í takt við þá breytingu, nema að miðar á sýninguna fimmtudaginn 14. nóvember hafa verið færðir á sýningu föstudaginn 22. nóvember kl. 20:30, að því er fram kemur í tilkynningu sem midi.is hefur sent á miðahafa. Þeim sem þurfa að breyta miðum eða eftir atvikum fá endurgreitt í kjölfar breytinganna er bent á að hafa samband við midi.is, hafi þeir keypt miða þar. Aðrir hafi samband á stjornin19@gmail.com. „Skagaleikflokkurinn biður þá sem verða fyrir óþægindum af þessum sökun afsökunar og vonast til að sjá sem flesta káta og hressa á glæsilegri sýningu í Bíóhöllinni á Akranesi,“ segir í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir