
Varað við hálku og ísingu í dag
Í dag er spáð hægri austlægri átt á landinu. Slydda eða snjókoma verður með köflum um landið suðaustanvert, en styttir upp og rofar smám saman til norðan- og vestanlands. Samhliða því að léttir til kólnar við jörðu og má búast við hálku eða ísingu víða um landið vestanvert þegar frystir á raka jörð.