Ráðstefna í tilefni hálfrar aldar afmælis SSV

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru fimmtíu ára á þessu ári. Af því tilefni hefur verið boðað til ráðstefnu föstudaginn 15. nóvember nk. í Hjálmakletti í Borgarnesi. Í upphafi ráðstefnunnar klukkan 13 mun Sævar Kristinsson frá KPMG kynna niðurstöður úr sviðsmyndagreiningu um mögulega þróun atvinnulífs og samfélags á Vesturlandi. Í kjölfarið munu nokkrir ungir Vestlendingar kynna sína sýn á framtíðina og dagskrá ráðstefnu mun ljúka með pallborðsumræðum sem Gísli Einarsson stýrir. Að ráðstefnunni lokinni munu SSV standa fyrir afmælisfagnaði í Hjálmakletti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir