Fréttir
„Óðinshani sem kemur úr eggi á Íslandi flýgur ævintýralegar vegalengdir,“ segir José Alves, sem er gestavísindamaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. „Hann flýgur héðan til Grænlands og svo eftir Atlantshafsströnd Norður-Ameríku alla leið til Flórída. Hann nemur hins vegar ekki staðar þar heldur flýgur áfram yfir Karíbahaf og yfir í Kyrrahaf. Þar hefur hann vetursetu á opnu hafi milli Níkarakva, Ekvador og Galapagoseyja. Hann ferðast því 15 til 18 þúsund kílómetra á hverju ári.“ Ljósm. HÍ.

Óðinshani flýgur á hafsvæði við Galapagoseyjar og heim aftur

Loading...