Erilsöm helgi hjá Lögreglunni á Vesturlandi

Síðasta helgi var mjög annasöm hjá lögreglumönnum umdæmisins. Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns voru bókuð hvorki fleiri né færri en 140 mál í skráningarkerfi lögreglu um helgina og þá eru þau mál sem koma í gegnum hraðamyndavélar ekki talin með. Er það óvenju mikið í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Ásmundur segir að umferðamál hafi verið sérstaklega áberandi og af ýmsum toga; allt frá allt of hröðum akstri og aksturs án bílbeltis til ölvunar- og fíkniefnaaksturs og kyrrsetningar atvinnubifreiða vegna ófullnægjandi frágangs á farmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir