Svipmynd úr Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey. Ljósm. úr safni.

Breyting milli ára í meðalfallþunga dilka – uppfærð frétt

Sauðfjárslátrun er nú lokið í sláturhúsum KS á Sauðárkróki og KVH á Hvammstanga. Meðalfallþungi dilka hjá KVH var 16,98 kíló í haust, sem er bæting frá síðasta ári, þegar meðalþyngdin var 16,8 kíló. Í ár var slátrað 96.804 gripum í sláturhúsi KVH sem er aðeins fækkun frá síðasta ári þegar 101.965 gripum var slátrað. Munurinn liggur helst í fullorðnu fé en fjöldi lamba var svipaður og í fyrra. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga var meðalþyngd dilka í ár 16,55 kíló, sem er örlítið minna en á síðasta ári þegar meðalþyngdin var 16,72 kíló. Örlítil fjölgun var á sláturgripum hjá KS milli ára en núna í haust voru 114.123 gripum slátrað en á síðasta ári voru það 112.720 gripir.

Slátrun lýkur hjá Sláturfélagi Suðurlands í lok dags á morgun, en þá verður búið að slátra um 110 þúsund gripum, bæði fullorðnu fé og dilkum. Meðalvikt er í kringum 16,6 kíló sem er um 200 til 300 grömmum meiri fallþungi en í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir