Umsagnir um plastfrumvarp

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Frumvarpinu hefur nú verið streymt á samráðsgátt stjórnvalda þar sem fólki gefst kostur á að koma með athugasemdir til 11. nóvember nk. „Markmið frumvarpsins verður að draga úr áhrifum plasts á umhverfið og heilsu fólks. Jafnframt að hreinsa plast úr umhverfinu, vekja neytendur til umhugsunar um neyslu og umhverfisáhrif plasts, draga úr notkun einnota plastvara og styðja við notkun fjölnota vara,“ segir í kynningu. Lagasetningin byggir á innleiðingu nýrrar Evróputilskipunar sem ætlað er að koma í veg fyrir og draga úr umhverfisáhrifum af tilteknum vörum úr plasti og áhrifum þeirra á heilsu fólks. Þá er fyrirhuguð lagasetning liður í áherslu ríkisstjórnarinnar á aðgerðir gegn plastmengun og eflingu hringrásarhagkerfisins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir