Af Breiðinni á Akranesi. Ljósm. Jónas H Ottósson.

Mæðrastyrksnefnd stefnir á úthlutun fyrir jólin

Mæðrastyrksnefnd Akraness stefnir á að árleg jólaúthlutun fari fram föstudaginn 13. desember næstkomandi. Nú vinna konur í nefndinni að söfnun styrkja og leitar aðstoðar frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum til að gera úthlutunina mögulega. „Við stefnum á að styrkir að þessu sinni verði að mestu leyti í formi gjafakorta í matvöruverslunum,“ segir María Ólafsdóttir formaður nefndarinnar í samtali við Skessuhorn. Þegar nær dregur úthlutun verður nánar sagt frá hvernig umsóknum um styrki verður háttað.

Þeir sem vilja styðja við bakið á Mæðrastyrksnefnd Akraness er bent á að reikningur er: 0552-14-402048 og kt. 411276-0829.

Líkar þetta

Fleiri fréttir