Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag

Í dag er fyrsti dagurinn sem heimilt er að skjóta rjúpu á þessu hausti. Fyrirkomulag veiðanna er með breyttu sniði miðað við undangengin ár. Nú og næstu tvö ár að auki verður heimilt að skjóta rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, föstudaga til þriðjudaga, eða alls 22 daga í mánuðinum. Áfram er þó í gildi sölubann á rjúpum sem þýðir að veiðimönnum er einungis frjálst að veiða fyrir sig og fjölskyldu sína hæfilegan fjölda fugla og er óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Þannig er þess vænst að menn gangi ekki of nærri stofninum.

Sem fyrr eru veiðimenn hvattir til að haga veiðiferðum eftir aðstæðum, fylgjast til dæmis vel með veðurspám, hafa fjarskiptatæki í lagi, klæðast góðum fatnaði og láta aðra vita af ferðaáætlun sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir