Sævar og Iddi Biddi að störfum. Ljósm. kgk.

Blað fauk á húshorn

Blikksmiðirnir Sævar Jónsson og Ingi Björn Róbertsson frá Blikksmiðju Guðmundar voru í gær að hengja upp nýtt skilti á húshornið á Garðabraut 2a á Akranesi til auðkenningar á nýrri skrifstofu Skessuhorns. Bæjarskilti þetta er í hlutföllunum 2,5 sinnum stærð venjulegs blaðs og er staðsett eins og „blaðið“ hafi fokið í suðaustan roki og endað á horninu.

Minnt er á opið hús á skrifstofunni í dag frá kl. 14-17. Hægt verður að kaupa skopmyndir Bjarna Þórs á 2000 krónur og styrkja þannig Mæðrastyrksnefnd. Allir velkomnir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir