Fossinn Glanni í Norðurá.

Bæta aðstöðu við Glanna og Paradísarlaut

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samið við Borgarbyggð um að útbúa bílastæði og salerni við Glanna og Paradísarlaut í Norðurárdal. Gríðarlegur fjöldi ferðafólks sækir þessi náttúruundur heim á hverju ári og algengt er á góðviðrisdögum að þar séu bílastæði stappfull. Í þessari framkvæmd leggur ríkið til 13 milljónir króna á tveimur árum. Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samninginn á fundi sínum 17. október sl. og vísaði þeirri ákvörðun til staðfestingar í sveitarstjórn. Samningurinn er hluti af landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Til stendur að byggja salernishús úr timbrí á þessu ári og undirbúa gerð 1.500 fermetra bílastæða. Á næsta ári á svo að malbika bílastæðið og ganga frá því. Lokafrágangur fer síðan fram vorið 2021. Landið er í einkaeigu. Landeigendum verður falið verkið, en ber ábyrgð á framkvæmdinni gagnvart ríkinu, en landeigendur eignast mannvirkin að framkvæmdum loknum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir