
Lögreglan í stöðugri þjálfun
Lögreglumenn á Vesturlandi hafa undanfarið verið í skotvopnaþjálfun og þurfa að henni lokinni að þreyta próf, en lögreglumenn þurfa próf á bæði skammbyssu og langvopn. Auk þess hafa lögreglumenn verið við handtökuæfingar. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns eru lögreglumenn umdæmisins í stöðugri þjálfun, allt árið um kring, að frátöldum sumarmánuðum. Framundan er síðan tveggja daga námskeið allra útivinnandi lögreglumanna umdæmisins hjá Mennta- og starfsþróunarseti lögreglu (MSL).