
Landsmönnum boðin drónakona
Í dag hefst árleg sala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á neyðarkallinum og stendur hún til 3. nóvember. Að þessu sinni er neyðarkallinn björgunarsveitarkona með dróna, en þau tæki hafa björgunarsveitir í vaxandi mæli tekið í sína notkun við leit að týndu fólki. Björgunarsveitarfólk mun standa vaktina á fjölförnum stöðum og bjóða neyðarkallinn til sölu. Hagnaður af sölunni rennur óskiptur til reksturs björgunarsveitanna og er m.a. notaður til að endurnýja búnað og til þjálfunar björgunarsveitarfólks.