Landsmönnum boðin drónakona

Í dag hefst árleg sala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á neyðarkallinum og stendur hún til 3. nóvember. Að þessu sinni er neyðarkallinn björgunarsveitarkona með dróna, en þau tæki hafa björgunarsveitir í vaxandi mæli tekið í sína notkun við leit að týndu fólki. Björgunarsveitarfólk mun standa vaktina á fjölförnum stöðum og bjóða neyðarkallinn til sölu. Hagnaður af sölunni rennur óskiptur til reksturs björgunarsveitanna og er m.a. notaður til að endurnýja búnað og til þjálfunar björgunarsveitarfólks.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira