Hrekkjavaka er í dag

Í dag er hrekkjavaka, en hátíðin hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu ár og eru margir Íslendingar farnir að halda daginn hátíðlegan. Margir klæða sig upp í búninga eða setja upp skraut og þykir þá sérstaklega skemmtilegt að hafa það smá ógvekjandi. Þá hafa börn farið í svokallaða „grikk eða gott“ göngu milli húsa þar sem þau fá nammi. Víða í landshlutanum hafa verið skipulagðar slíkar göngur í dag og er fólk hvatt til að taka vel á móti börnunum. Þá verða afturgöngur og aðrar hræðilegar verur á ferli á Byggðasafninu á Akranesi í kvöld og er það opið fyrir alla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir