Fjöldi manns kom saman til að ræða framtíð Breiðafjarðar og kynna sér mögulegar leiðir til aukinnar verndar svæðisins. Ljósm. sla.

Telja að endurskoða megi vernd Breiðafjarðar

Miðvikudaginn 23. október síðastliðinn stóð Breiðafjarðarnefnd fyrir fræðslu- og umræðuþingi um stöðu og framtíð Breiðafjarðar. Þingið var haldið í félagsheimilinuTjarnarlundi í Saurbæ í Dölum.

Nefndin telur þarft að taka umræðuna um hvort tilefni sé til þess að endurskoða vernd fjarðarins. Í dag nýtur fjörðurinn verndar samkvæmt lögum nr. 54 frá 1995 um vernd Breiðafjarðar. Sú vernd snýr að landslagi, jarðmyndunum, lífríki og menningarminjum. Þá var rætt hvort stækka þyrfti það svæði sem verndin nær til út fyrir Látrabjarg.

Hátt í hundrað manns sóttu fundinn og sköpuðust allnokkrar umræður út frá framsögum frummælenda.

 

Náttúruvernd sem stýritæki

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði þingið en hann kvaðst hafa áhuga á að efla vernd Breiðafjarðar. Hann ítrekaði að náttúruvernd þyrfti ekki að loka á nýtingu auðlindanna eða boða og banna heldur væri um að ræða stýritæki til að tryggja sjálfbærni. Það gæti haft jákvæð áhrif á atvinnulífið, skapað störf og aukið framleiðni.

Þá sagði hann að rannsóknir gæfu til kynna að hver króna sem væri lögð í náttúruvernd skilaði sér tuttugu og þrefalt til baka á svæðin sem tekin væru fyrir. Í þessu samhengi nefndi hann þann möguleika að gera Breiðafjörð að þjóðgarði, en ítrekaði að það væri í höndum þeirra sem búa við fjörðinn og ef að yrði ætti stjórnun garðsins að vera á þeirra valdi.

Nánari umfjöllun um fundinn er að finna í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir