Í kennslustund í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ljósm. af.

Opinber heimsókn forsetahjónanna hafin

Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu í morgun opinbera heimsókn sína í Snæfellsbæ. Þétt skipuð dagskrá er í allan dag, þar sem þau heimsækja stofnanir, fyrirtæki og heimili, en dagskránni lýkur í kvöld með samkomu í Klifi. Á morgun heimsækja þau Grundarfjörð og halda suður til Bessastaða annað kvöld. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Grunnskóla Snæfellsbæjar í morgun þar sem heimsókn forsetahjónanna hófst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir