
Kynntu sér starfsemi fiskvinnslu í Ólafsvík
Heimsókn forsetahjónanna til Snæfellsbæjar er nú í fullum gangi, eins og við sögðum frá hér á vefnum í morgun. Á meðfylgjandi mynd eru Eliza Reid, Guðni Th Jóhannesson og Heiðar Elvar Friðriksson verkstjóri í fiskvinnslunni Valafelli. Forsetinn og fylgdarlið hans heimsækja fyrirtæki, stofnanir og heimili á ferð sinni í dag. Á morgun verður opinber heimsókn forsetahjónanna í Grundarfjörð. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns tók myndina.