Leikmynd og búningar eru stór þáttur, eins og fleira, í uppfærslu á Litlu hryllingsbúðinni. Hér eru f.v. Auður Líndal, Eygló Gunnarsdóttir, Sara Blöndal, Kolbrún Sigurðardóttir og Hafdís Bergsdóttir. Ljósm. Skessuhorn/arg

Kíkt á æfingu á Litlu hryllingsbúðinni á Akranesi

Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin verður frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi föstudagskvöldið 8. nóvember næstkomandi. Það er Skagaleikflokkurinn sem stendur í ströngu þessa dagana við æfingar og undirbúning fyrir sýninguna og af því tilefni kíkti blaðamaður Skessuhorns á æfingu síðastliðið föstudagskvöld. Litla hryllingsbúðin er verk sem sló í gegn snemma á níunda áratugnum og hefur margoft verið sett upp um allan heim. Um er að ræða sögu af Baldri sem finnur plöntu af óþekktum stofni. Baldur er mikill plöntuáhugamaður og í fyrstu telur hann að um nýtt afbrygði sé að ræða en svo áttar hann sig á að um mjög sérstök planta á í hlut. Í kjölfarið á hann í hálfgerðu ástarsambandi við plöntuna. Þá er hann einnig skotinn í Auði vinkonu sinni og nefnir plöntuna eftir henni, Auði II. Plantan tekur alltaf meira og meira pláss í lífi Baldurs og yfirtekur líf hans á endanum. Með aðalhlutverk fara Heiðmar Eyjólfsson og Lára Magnúsdóttir en leikstjórn er í höndum Valgeirs Skagfjörð.

Sjá ítarlega umfjöllun um uppfærslu Litlu hryllingsbúðarinnar í Skessuhorni vikunnar.

Leikstjórinn Valgeir Skagfjörð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir