Guðrún Vala Elísdóttir nýkjörinn formaður Vesturlandsdeildar, Sveinn Kristinsson formaður RKÍ og Símon B. Hjaltalín fyrrum formaður Stykkishólmsdeildar RKÍ. Ljósm. aðsend.

Stofnfundur Vesturlandsdeildar RKÍ

Rauða kross deildir Borgarfjarðar og Stykkishólms hafa sameinast í nýja deild, Vesturlandsdeild. Hún var stofnuð formlega 22. október síðastliðinn. „Með þessu er lagður grunnur að öflugri deild sem leiða munu krafta sína saman til góðra verka, en í stefnu RKÍ er lögð áhersla á að fækka deildum á landsvísu,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir sem á stofnfundinum var kosin fyrsti formaður Vesturlandsdeildar RKÍ. Hún var áður formaður Borgarfjarðadeildar RKÍ. Á stofnfundinum voru jafnframt samþykktar verklagsreglur fyrir deildina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir