Geta til áramóta gerst stofnfélagar Sturlufélags

Í maímánuði síðastliðnum var Sturlufélag stofnað, en því ver ætlað að halda á lofti minningum um verk sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli. Í samþykktum Sturlufélagsins segir: „Tilgangur félagsins er að halda á lofti nafni Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli og að heiðra á allan hátt framlag hans til íslenskrar menningar. Félagið hefur samstarf við aðra aðila sem á einhvern hátt tengjast eða geta tengst verkum Sturlu Þórðarsonar. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með fundum, útgáfustarfsemi, sýningum og öðrum þeim hætti sem er talinn heppilegur til að stuðla að markmiðum félagsins. Þá mun félagið stuðla að stofnun, opnun og starfrækslu minningarreits um Sturlu Þórðarson að Staðarhóli í Dalabyggð.“

Á stofnfundi Sturlufélagsins síðastliðið vor var ákveðið að þeir sem gerast félagar til áramóta verði taldir stofnfélagar. Þeir sem hafa áhuga á að verða stofnfélagar eru beðnir að senda nafn, heimilisfang og kennitölu á tölvupóstfangið sturla1214@gmail.com. Tölvupósturinn þarf að berast fyrir áramót.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir