Á tvöföldum hámarkshraða

Erlendur ferðamaður var stöðvaður við sannkallaðan ofsaakstur á Snæfellsnesvegi til móts við Eldborg miðvikudaginn 24. október síðastliðinn. Var hann mældur á hvorki meira né minna ne 178 km/klst., þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Lögregla segir að þessi mikli hraði hafi komið sérstaklega á óvart í ljósi þess að akstursskilyrði hafi ekki verið góð þarna kl. 22:30 að kvöldi. Gerir það brotið í raun enn alvarlega að sögn lögreglu, þar sem leyfilegur hámarkshraði miðast við bestu akstursskilyrði.

Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt. Hans bíður ákæra og dómur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir